Persónuvernd

Viðskiptavinir okkar verða að geta treyst fyrirtækinu fyrir persónuupplýsingum þegar þeir nota þjónustu fyrirtækisins. Við tökum hlutverki okkar alvarlega og leggjum því ríka áherslu á að varðveita persónuupplýsingar þínar eftir því sem best verður á kosið. Með Persónuverndarstefnu þessari viljum við gera þér grein fyrir hvernig söfnun, geymslu og vinnslu upplýsinga er háttað. Við vinnum aðeins með persónuupplýsingar þínar í lögmætum tilgangi eða samkvæmt upplýstu samþykki.

Þjónusta okkar er ekki ætluð börnum undir 16 ára aldri. Við vinnum ekki með persónuupplýsingar barna undir 16 ára aldri. Hafir þú ekki náð 16 ára aldri, vinsamlega notaðu þá ekki vefsíðu okkar án leyfis og eftirlits forráðamanns þíns.

Þegar þú notar þjónustu okkar er mikilvægt fyrir okkur að þú hafir fullan skilning á því hvernig og hvers vegna við vinnum með upplýsingar þínar og að þú þekkir réttindi þín.

Í þessari persónuverndarstefnu Stjörnuspeki útskýrum við:

 • Hvaða upplýsingum við söfnum og hvernig;
 • Hvernig við notum upplýsingarnar og á hvaða lagagrundvelli;
 • Hve lengi við vinnum með upplýsingarnar;
 • Hver hefur aðgang að upplýsingunum;
 • Hver réttindi þín eru í tengslum við upplýsingarnar og hvernig þú nýtir þau.

Við höfum reynt að útskýra allt á eins skýran og einfaldan hátt og unnt er. Ef eitthvað er ennþá óljóst getur þú hvenær sem er haft samband við okkur með því að senda tölvupóst á hjalp@stjornuspeki.is.

Söfnun og notkun persónuupplýsinga

Stjörnuspeki framleiðir SELF MASTERY orkugreiningu auk þess sem hægt er að skrá sig í áskrift á kennsluefni SELF MASTERY. Hægt er að kaupa SELF MASTERY án þess að skrá sig inn, en mælt er með því að gefnar séu upp tengiliða upplýsingar við kaup til að auðvelda samskipti svo sem nafn, netfang og símanúmer. Við notum upplýsingarnar sem við söfnum til að veita þér þjónustu okkar.

Þú getur treyst því að ef við hyggjumst einhvern tíma nota upplýsingar um þig í tilgangi sem ekki er greint frá í þessari stefnu munum við ávallt láta þig vita fyrirfram og veita þér tækifæri til að hætta að nota þjónustu okkar.

Lögmætir hagsmunir okkar vegna vinnslu á persónuupplýsingum þínum tengjast því að geta gert eftirfarandi:

 • að hafa samband við þig vegna gagnkvæms viðskiptasambands, þ.m.t. beinnar markaðssetningar;
 • að bæta þjónustu okkar;
 • að lagfæra villur sem koma upp við notkun þjónustu okkar;
 • að tryggja öryggisafrit og endurheimt kerfa og gagna þegar kerfi bila;
 • að verja réttarkröfur Stjörnuspeki og annarra viðskiptavina okkar;
 • að meta gæði þjónustu okkar á grundvelli ánægjukannana sem þú svarar;
 • að meta árangur markaðssetningar sem þú hefur komið að og
 • að tryggja skilvirka viðskiptamannaþjónustu og framkvæmd vinnu.

Netfang þitt kann að vera notað til að senda þér fréttabréf um þjónustu okkar, s.s. tilkynningar um fyrirhugaðar breytingar eða umbætur. Sé það gert getur þú afskráð þig samstundis.

Allir geta heimsótt stjornuspeki.is án þess að skrá þurfi inn persónuupplýsingar. 

Það kann að vera að við notum vefkökur (e. cookies) og sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um notkun þína á vefsíðum félagsins. Þegar þú heimsækir vefsíður okkar getum við skráð upplýsingar um tenginguna, þ.e. IP-tölu, tegund vafra, tegund tækja og hvaða síður þú skoðar. Þessar upplýsingar eru safnaðar með Google Analytics og eingöngu í tölfræðilegum tilgangi til að bæta gæði vefsíðna og þjónustu. Þetta gerir okkur kleift að hanna vefsíður okkar þannig að þær gagnist þér sem best. Nánar má lesa um vefkökur í skilmálum Stjörnuspeki um notkun á vefkökum á www.stjornuspeki.is/cookies.

Notkun og aðgengi

Stjörnuspeki leggur mikla áherslu á vernd persónuupplýsinga og mun aldrei selja þriðju aðilum persónuupplýsingar þínar. Við miðlum persónuupplýsingum aðeins til þriðju aðila í ofangreindum tilgangi og að því marki sem nauðsynlegt er.

Við notum þessi gögn aðeins til að veita þér umbeðna þjónustu eða nauðsynlegar upplýsingar, svo sem um breytingu á þjónustu eða skilmálum, til að geta gefið út reikninga vegna veittrar þjónustu, til gæðamælinga á þjónustu með það fyrir augum að bæta þjónustu og þjónustuframboð, við lausn deilumála, til að bæta tjón, til að koma í veg fyrir ólögmæta háttsemi eða misnotkun kerfa. 

Starfsfólk Stjörnuspeki vinnur einungis með persónuupplýsingar þegar nauðsyn krefur vegna þeirra verkefna sem þau hafa umboð til þess að sinna. Þess er gætt að vinnsla persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði laga og reglugerða um persónuvernd. Allir starfsmenn Stjörnuspeki eru bundnir trúnaði um allt sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og helst sú trúnaðarskylda þegar starfsmaður hættir störfum.

Við kunnum einnig að flytja persónuupplýsingar þínar til skýþjónustuveitenda sem sjá um gagnasendingar milli okkar og þín, tækniþjónustuveitenda og þjónustuaðila sem veita stuðnings- og viðhaldsþjónustu, þróunaraðila okkar, lögfræðiráðgjafa okkar vegna samningsgerðar eða lausn ágreiningsmála og til ytri endurskoðunar- og skattaráðgjafa. Ef við flytjum persónuupplýsingar þínar til þriðju aðila gerum við það ávallt á grundvelli fullnægjandi samnings við viðkomandi aðila til að geta haft eftirlit með meðhöndlun þeirra á persónuupplýsingum þínum.

Stjörnuspeki er heimilt að flytja eignarhald að Stjörnuspeki að hluta eða öllu leyti til þriðja aðila ásamt öllum þeim upplýsingum sem Stjörnuspeki hefur að geyma, án samþykkis notanda. Sama gildir um hvers konar önnur lagaleg eigendaskipti að Stjörnuspeki. Yfirfærsla eignarhalds eða önnur lagaleg eigendaskipti að því er varðar Stjörnuspeki, að hluta eða öllu leyti, hefur engin áhrif á skilmálana eða samninginn við notandann með tilliti til gildissviðs og skilvirkni þjónustu. Yfirfærist eignarréttur að Stjörnuspeki skal litið á tilvísun til Stjörnuspeki í skilmálunum sem tilvísun til nýs eiganda Stjörnuspeki.

Móttaka og geymsla

Öll gögn eru vistuð á kerfum Stjörnuspeki eða hjá viðurkenndum rekstraraðilum. 

Öll gögn sem Stjörnuspeki safnar og vinnur með fyrir hönd ábyrgðaraðila eru vistuð dulkóðuð með 256-bit AES-staðlinum (e. Advanced Encryption Standard). 

Persónuupplýsingar þínar eru aðeins geymdar og með þær unnið í þann tíma sem er nauðsynlegur í þeim tilgangi sem þeirra var aflað í. Persónuupplýsingum er eytt þegar þeirra er ekki lengur þörf. Ákveðir þú t.d. að eyða aðgangi þínum í kerfi Stjörnuspeki munum við geyma persónuupplýsingar þínar í 30 daga til viðbótar vegna þess möguleika að þú ákveðir að endurstofna aðganginn, en að þeim tíma liðnum eyðum við persónuupplýsingum þínum.

Vinsamlega athugaðu að í sumum tilvikum kunnum við að geyma sumar persónuupplýsingar þínar í lengri tíma, einkum þegar lög krefjast þess (s.s. skattalög) eða þegar við þurfum á þeim að halda til að vernda lögmæta hagsmuni okkar (t.d. ef upp hefur komið ágreiningur milli okkar sem bíður afgreiðslu dómstóla og við þurfum upplýsingar til að sanna að þú hafir verið viðskiptavinur okkar). Í slíkum tilfellum geymum við aðeins þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar í slíkum tilgangi og eyðum þeim eins fljótt og auðið er.

Þinn réttur

Þú hefur rétt á að óska eftir persónuupplýsingum sem þú hefur afhent okkur, leiðréttingu á röngum persónuupplýsingum og eyðingu þinna upplýsinga.

Allar fyrirspurnir og beiðnir ætti að vísa til hjalp@stjornuspeki.is.

Þú hefur eftirfarandi réttindi í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga þinna:

 • réttinn til aðgangs að persónuupplýsingum;
 • réttinn til lagfæringar;
 • réttinn til að eyða gögnum („réttinn til að gleymast“);
 • réttinn til að takmarka vinnslu;
 • réttinn til að andmæla vinnslu („andmælaréttur“); og
 • réttinn til að leggja fram kvörtun um vinnslu persónuupplýsinga.

Þú getur nýtt þér öll réttindi þín með því að skrifa okkur á hjalp@stjornuspeki.is.

Rétturinn til aðgangs merkir að þú getur hvenær sem er beðið okkur um að staðfesta hvort unnið sé með persónuupplýsingar þínar. Ef svo er áttu rétt til aðgangs að öllum viðkomandi upplýsingum og að upplýsingum um í hvaða tilgangi, að hvaða marki og hverjum þær eru gerðar aðgengilegar, hve lengi við munum vinna með þær, hvort þú átt rétt á að lagfæra þær, eyða þeim, takmarka vinnslu þeirra eða andmæla vinnslunni, hvar við fengum persónuupplýsingarnar og hvort þær eru notaðar til sjálfvirkrar ákvarðanatöku, þ.m.t. til gerðar persónusniða (e. profiling).

Rétturinn til lagfæringar merkir að þú getur hvenær sem er beðið okkur að lagfæra eða bæta við persónuupplýsingar þínar, séu þær rangar eða ófullgerðar.

Rétturinn til að eyða gögnum merkir að við verðum að eyða persónuupplýsingum þínum ef (i) ekki er lengur nauðsynlegt að geyma þær í þeim tilgangi sem þeirra var aflað í eða með þær unnið, (ii) vinnslan er ólögmæt, (iii) þú andmælir vinnslunni og ekki eru fyrir hendi lögmætar ástæður fyrir vinnslunni sem ganga framar rétti þínum, (iv) okkur ber það samkvæmt lagaskyldu eða (v) þú hefur afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum.

Rétturinn til takmörkunar á vinnslu merkir að þar til niðurstaða fæst um álitamál í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga þinna verðum við að takmarka vinnslu þeirra.

Andmælaréttur merkir að þér er heimilt að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna sem við vinnum með í tilgangi sem lögmætir hagsmunir okkar standa til, einkum til beinnar markaðssetningar. Ef þú andmælir vinnslu til beinnar markaðssetningar verður ekki lengur unnið með persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi.

Hvernig getur þú tilkynnt um atvik?

Ef þú telur að persónuupplýsingunum þínum hafi verið stefnt í hættu óskum við eftir því að fá upplýsingar um það. Vinsamlegast hafið samband á hjalp@stjornuspeki.is.

Hér er heimilisfang okkar ef þú vilt senda okkur bréfpóst: SELF INVEST EHF, Kópavogsbarð 7, 200 Kópavogur, Ísland

Breytingar á stefnunni

Persónuverndarstefna þessi kann að taka breytingum vegna nýrra fyrirmæla í lögum eða túlkunar eftirlitsstofnanna á framkvæmd laga um persónuvernd. Við mælum þess vegna með því að þú kynnir þér reglulega persónuverndarstefnu Stjörnuspeki.

Þessi persónuverndarstefna gildir frá og með 18. ágúst 2023.