SELF MASTERY STJÖRNUKORT

Sjálfsþekking!

Nýtt stjörnukort, byggt á 40 ára þróunarvinnu, eftir Gunnlaug Guðmundsson, persónulýsing með gagnvirku stöðumati, sem gerir þér kleift að vinna með orku þína og verða betri útgáfa af eigin sjálfi. Virkar í síma, spjaldtölvu og tölvum. Einnig pdf sem þú getur prentað út.

Hvernig virkar SELF?

SELF mastery stjörnukortið er orkugreiningartæki til að vinna með hæfileika þína. Sjálfsþekking og skilningur á upplagi gerir þér kleift að komast í hærri orkuvirkni, úr til dæmis 65% í 85%; verða öflugri, kraftmeiri og sáttari í eigin skinni. 

SELF gagnvirkt stjörnukort

fjallar um sjö helstu orku- og þarfasvið lífs þíns:

  • Grunneðli og lífsorku.
  • Tilfinningar og heimili.
  • Famkomu og ímynd.
  • Hugsun og tjáskipti.
  • Kærleika og samskipti.
  • Baráttuhvöt og athafnakraft.
  • Þjóðfélagshlutverk.

STÖÐUMAT

Stöðumat og markmiðabox

Þú lest í gegnum alla 7 þætti persónuleika þíns og svarar spurningum eftir hvern þátt og setur þér markmið. 

 

Grunneðli: Þú ert raunsær framkvæmdamaður, jarðbundinn og fastur fyrir að upplagi, að öllu jöfnu vinsamlegur og yfirvegaður, en átt til að vera þver og þrjóskur þegar aðrir ætla að reka á eftir þér. Þú vilt starfa á þínum eigin hraða.

NIÐURSTÖÐUR

Niðurstöður

Þegar þú hefur lesið í gegnum alla þætti, svarað spurningum og sett markmið þá birtist í lokin yfirlit yfir stöðu þína. Útkoma sem er reiknuð útfrá svörum þínum.

Í lokin birtist yfirlit yfir stöðu þína, útkoma sem er reiknuð útfrá svörum þínum.

Tilgangurinn

Tilgangurinn með þessu öllu er í fyrsta lagi sá að auka meðvitund þína um það hvaða hæfileika og þarfir þú hefur. Í kjölfarið getur þú bætt stöðu þína, komist upp í hærri hæðir eigin möguleika. Orðið besta útgáfan af eigin sjálfi.

Dagbók markmiða

Þú hefur tvo daga til að vinna að markmiðum. Eftir þann tíma vistast þau í valmynd undir stöðumati. Þú getur síðan, hvenær sem er, sett þér ný markmið, skoðað gömul, borið saman við núverandi og séð hvernig þér gengur að efna markmið þín. Sömuleiðis séð þróun, lægðir og hæðir, í orkubúskap þínum.

Hvaða upplýsingar þarf ég að hafa?

Fæðingartími

Við þurfum fæðingardag, mánuð, ár, fæðingartíma og fæðingarstað til að gera SELF Mastery stjörnukort.

Hvað ef ég veit ekki fæðingartímann minn?

Ef þú veist ekki fæðingartímann þinn getur þú haft samband við þann spítala sem þú fæddist á. Ef það var landspítalinn getur þú sent póst á msr@landspitali.is

Einnig er hægt að senda á Þjóðskjalasafn Íslands á upplysingar@skjalasafn.is

 Þú sendir fullt nafn, kennitölu og nafn móður og þeir senda þér fæðingartíma þinn.

SELF Mastery

SELF Mastery stjörnukort

Inniheldur:

  • Ítarleg greining
  • Gagnvirkt stjörnukort
  • Stöðumat & markmið
  • PDF útgáfu sem hægt er að prenta út

19.500 kr

Ertu með einhverjar spurningar?

4 + 12 =