Velkomin í Stjörnuspeki

Áður en þú kemur verður þátttakandi í okkar frábæra heim biðjum við þig að gefa þér smá stund til að lesa þessa notkunarskilmála vandlega. Þessir notkunarskilmálar eru mikilvægir því þeir stýra sambandinu þínu við Stjörnuspeki – og hafa sem slíkir áhrif á lagaleg réttindi þín og skyldur.

NOTKUNARSKILMÁLAR STJÖRNUSPEKI

SELF Invest ehf  (hér eftir „STJÖRNUSPEKI“ „við“ eða „okkar/okkur“) býður upp á sölu á SELF MASTERY orkugreiningu og námskeiðum. Bæði er boðið upp á þjónustu sem hægt er að vinna með í gegnum netið, en einnig fá prentað námsefni sem sent er heim til viðkomandi. 

Til að fá aðgang að þjónustu okkar þarftu ekki að vera með virkan aðgang af Stjörnuspeki, en þú getur stofnað reikning ef þú kýst að fara þá leið. Þegar þú stofnar reikning verður þú að samþykkja þessa notkunarskilmála. Flestar áskriftir falla undir sérstaka viðbótarskilmála fyrir áskriftir („Áskriftarskilmálar“) sem þú samþykkir þegar þú skráir þig í viðkomandi áskrift. 

Fyrir utan þessa notkunarskilmála stjórnast samningur þinn við Stjörnuspeki einnig af: (i) þeim upplýsingum sem þér eru veittar við kaupin; og (ii) hvers kyns áskriftarskilmála sem þú samþykkir þína tilteknu áskrift. Allar þær upplýsingar sem stýra sambandi þínu við Stjörnuspeki eru nefndar „Samningurinn“.

Stjörnuspeki veitir þjónustuna á grundvelli skilmála og skilyrða sem fram koma í samningnum. Ef þú samþykkir ekki samninginn getur þú ekki notað þjónustuna né fengið aðgang að eða neytt efnis sem veitt er í gegnum þjónustuna.

Á vefsíðu Stjörnuspeki er að finna útgáfu notkunarskilmála og áskriftarskilmála í gildi.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu Stjörnuspeki.

1. Aldurstakmark og hæfisskilyrði fyrir reikninga

1.1.

Til að eiga þess kost að vera aðili samningsins og stofna reikning eða skrá þig í áskrift hjá Stjörnuspeki verður þú að:

  • vera að minnsta kosti átján (18) ára og/eða hafa á annan hátt heimild og lagalegt hæfi til að gangast undir þennan samning samkvæmt lögum í landinu þar sem þér er boðið upp á þjónustuna;
  • veita réttar persónuupplýsingar þegar þess er óskað;
  • gefa upp gildan greiðslumáta;
  • samþykkja að efna Samninginn.

2. Þjónustan

2.1.

Stjörnuspeki býður upp á persónusniðna SELF MASTERY orkugreiningu og stafræna áskriftarþjónustu, þar sem þú getur tekið próf og fylgst með breytingum á milli tímabila. 

2.2.

Stjörnuspeki áskilur sér rétt til að gera breytingar á tæknilegum skilyrðum fyrir notkun þjónustunnar og til að breyta, bæta við eða fjarlægja viðskiptafélaga og greiðsluaðferðir hvenær sem er. Slíkar breytingar verða birtar á vefsíðu Stjörnuspeki.

3. Áskriftarleiðir

3.1.

Stjörnuspeki býður upp á ýmsar áskriftarleiðir sem kunna að taka breytingum af og til. Upplýsingar um áskriftarleiðir sem Stjörnuspeki býður upp á má finna á vefsíðu Stjörnuspeki.

3.2.

Stjörnuspeki áskilur sér rétt til þess að fjarlægja áskriftarleiðir eða breyta hvers kyns eiginleikum eða virkni áskriftarleiða sinna. Breytingar á áskriftarleið geta byggst á ýmsum þáttum, t.d. endurbætur/stýringar á þjónustunni, að kröfur rétthafa séu uppfylltar eða laga- eða tæknikröfur. Ef slíkar breytingar hafa neikvæð áhrif á áskrift að öðru leyti en á takmarkaðan hátt verður þér tilkynnt um það og munt þú eiga möguleika á að segja upp áskriftinni, sjá 9. kafla og áskriftarskilmála þína.

4. Verð og greiðslur 

6.1.

Verð eru birt á vefsíðu Stjörnuspeki og verða þau birt þér með skýrum hætti þegar þú skráir þig í áskrift eða kaupir vöru. Verð geta verið breytileg eftir gerð áskriftarleiðar og/eða greiðsluaðferðar sem notaður er. Ef verð eru breytileg mun Stjörnuspeki koma því á framfæri á heimasíðu Stjörnuspeki ásamt almennum upplýsingum um verð. 

6.2

Stjörnuspeki kann að gera breytingar á verði áskrifarþjónustunnar með skriflegri tilkynningu með að lágmarki 30 daga fyrirvara. Slík tilkynning kemur alltaf til með að veita þér nægan tíma til að segja upp áskriftinni áður en nýja verðið tekur gildi. Með því að segja ekki upp áskrift þinni samþykkir þú nýja verðið fyrir þjónustuna. Verðbreytingar geta byggjast á ýmsum þáttum, t.d. til að bæta/stýra þjónustunni eða breytingar á þóknunum til rétthafa.

6.3.

Áskriftir eru fyrirframgreiddar (eða eftir frekar samkomulagi) þangað til áskriftinni er sagt upp. Stjörnuspeki endurgreiðir hvorki að hluta né að fullu eða gefur inneignir þegar áskriftin er hafin, nema annað sé tekið fram í samningnum.

6.5.

Hvað varðar kreditkort, skaltu hafa í huga að Stjörnuspeki getur hafnað eða lokað fyrir kreditkort sem eru ekki gefin út í landinu þar sem þjónustan er veitt til þín. Stjörnuspeki áskilur sér einnig rétt til þess að hafna ákveðnum tegundum kreditkorta hvenær sem er og að eigin geðþótta.

7. Gjafabréf

7.1.

Stjörnuspeki kann að bjóða upp á mismunandi gerðir af gjafabréfum. Sum gjafabréf kunna að vera bundin við tiltekna vöru, sem þýðir að slíkt gjafabréf er bundið tiltekinni áskriftarleið. Öll slík gjafabréf er aðeins hægt að nota samhliða slíkri áskriftarleið. Þegar þú virkjar gjafabréf á meðan þú ert með greidda áskrift, verður gert hlé á greiddu áskriftinni í þann tíma sem gjafabréfið gildir.

8. Efnis- og hugbúnaðarleyfi

8.1.

Efnið í þjónustunni er í stöðugri þróun og er uppfært reglulega, til dæmis til að bæta þjónustuna eða samræmast lagaskilyrðum, hugverkaréttindum, beiðnum rétthafa eða innri efnisstefnu okkar. Þetta þýðir að það efni sem þér er boðið í gegnum þjónustuna getur verið mismunandi frá einum tíma til annars og að efni kann að breytast, vera fjarlægt eða uppfært án fyrri tilkynningar. 

8.2.

Þú viðurkennir, ábyrgist og samþykkir að tryggja að þú, og/eða einhver sem þú heimilar aðgang að þjónustunni í gegnum reikninginn þinn, mun ekki afrita, fjölfalda, breyta, aðlaga, búa til afleidd verk úr, sýna, birta, dreifa, útvarpa, senda, selja, leigja, áframleigja, lána, veita undirleyfi eða nýta á annan hátt í hvaða tilgangi sem er (viðskiptalegs eða annars) hvers kyns efni og/eða hluta af eða alla þjónustuna (þ.m.t. án takmarkana, birtingu og dreifingu á efninu, þjónustunni og/eða öðru efni í gegnum vefsíðu þriðja aðila eða á annan hátt).

8.3.

Þú viðurkennir líka, ábyrgist og samþykkir að tryggja að þú, og/eða hverjum þeim sem þú heimilar aðgang að þjónustunni í gegnum þinn reikning muni ávallt standa við samninginn og sérstaklega að viðkomandi muni ekki; (1) endurdreifa, sniðganga eða slökkva á varnarkerfi efnisveitunnar eða stýritækni fyrir stafræn hugverkaréttindi sem notuð er í þjónustunni; (2) taka í sundur, hermismíða, taka í sundur eða smætta á annan hátt einhverja þjónustu í mannlæsilegt form; (3) fjarlægja allar auðkenningar, höfundarrétt eða aðrar eignarréttartilkynningar; eða (4) fá aðgang að eða nota þjónustuna á ólöglegan eða óheimilan hátt eða á þann hátt sem bendir til tengsla við vörur okkar, þjónustu eða vörumerki.

8.4.

Notkun þjónustunnar og/eða efnisins sem brýtur í bága við þennan 8. kafla skal ávallt teljast verulegt brot á samningi þessum og getur leitt til þess að kröfur stofnist vegna brots á höfundarrétti.

9. Tímalengd og uppsögn 

9.1.

Kafli 9 hér að neðan mun gilda nema annað sé tekið fram við skráningu í þjónustuna eða í einhverjum áskriftarskilmálum.

9.2.

Stjörnuspeki getur, að eigin geðþótta, af og til boðið viðskiptavinum að gera hlé á áskrift sinni.

9.3.

Ef þú segir upp áskriftinni mun hún renna út í lok viðkomandi áskriftartímabils. Ef þú hefur nýtt þér ókeypis prufuáskrift, sem er ekki enn útrunnnð, lýkur áskriftinni strax.

9.4.

Stjörnuspeki getur sagt samningnum upp fyrirvaralaust og tekur gildi strax hvenær sem er ef þú fylgir ekki samningnum eða gildandi lögum, reglum eða reglugerðum, eða ef þú notar þjónustuna með sviksamlegum hætti eða á einhvern hátt sem gæti valdið tjóni á Stjörnuspeki, hlutdeildarfélögum þess eða þriðja aðila.

10. Réttindi og skyldur Stjörnuspeki 

10.1.

Stjörnuspeki kann af og til að hafa samband við þig. Öll samskipti milli Stjörnuspeki og þín verða í samræmi við persónuverndarstefnu Stjörnuspeki.

10.2.

Stjörnuspeki á rétt á, að fullu eða að hluta, til að flytja réttindi sín og skyldur á grundvelli samningsins til þriðja aðila. Stjörnuspeki á einnig rétt á því að ráða undirverktaka til að uppfylla skyldur sínar samkvæmt samningnum. Allar slíkar breytingar sem geta haft áhrif á úrvinnslu þinna persónuupplýsinga verða framkvæmdar í samræmi við persónuverndarstefnu Stjörnuspeki.

10.3.

Stjörnuspeki getur, að eigin geðþótta, gert breytingar á samningnum. Þegar Stjörnuspeki gerir efnislegar breytingar á samningnum sem hafa neikvæð áhrif á þjónustuna eða áskriftina þína, verður þér tilkynnt um það, t.d. með því að senda þér tölvupóst, textaskilaboð eða tilkynningu í gegnum þjónustuna. Stjörnuspeki sendir slík samskipti að minnsta kosti þrjátíu (30) dögum áður en breytingarnar taka gildi sem gerir þér kleift að segja upp áskriftinni fyrir breytingar ef þú vilt. Áframhaldandi notkun þín á þjónustunni þýðir að þú samþykkir breytingarnar. Því er mikilvægt að þú lesir allar tilkynningar eða skilaboð frá okkur vandlega. Ef þú vilt segja upp áskriftinni þinni vegna slíkra uppfærslna eða breytinga á samningnum getur þú gert það með því að fylgja leiðbeiningunum sem er að finna í 9. kafla og áskriftarskilmálunum þínum.

11. Réttindi þín og skyldur

11.1.

Þú mátt aðeins nota þjónustuna fyrir þig persónulega án viðskiptalegs tilgangs í samræmi við skilmála samningsins og eins og sérstaklega er tekið fram í kafla 8.

11.2.

Þú berð ábyrgð á því að halda utan um reikninginn þinn og til að koma í veg fyrir ótilhlýðilegan aðgang að þjónustunni. Þú skuldbindur þig einnig til að fara að hvers kyns kröfu um öryggi lykilorða og að opinbera ekki þitt lykilorð eða aðrar persónulegar upplýsingar sem tengjast þínum reikning fyrir öðrum svo lengi sem þú ert áskrifandi að þjónustunni. Ef annar einstaklingur fær aðgang að þjónustunni samkvæmt þessum notkunarskilmálum, skalt þú skalt tryggja að þeir sem fá aðgang að/nota þjónustuna farið að skilmálum þessa samnings í hvívetna og þú berð ábyrgð á hvers kyns broti á skilmálum samningsins af hálfu slíks einstaklings.

11.3.

Ef þú hefur ekki tengst þjónustunni í þrjátíu (30) daga eða lengur getur Stjörnuspeki lokað aðgangi þínum að þjónustunni þangað til þú tengist á ný. Þetta er gert til að tryggja það þú sért enn með virka áskrift að þjónustunni og til að stýra uppfærslum á efninu.

11.4.

Það er á þína ábyrgð að upplýsa Stjörnuspeki um allar breytingar á gögnunum sem þú veittir við innskráningu og/eða kaup, sérstaklega hvað varðar netfangið eða símanúmerið sem þú notaðir til að stofna reikninginn þinn.

11.5.

Þú berð ábyrgð á öllu efni sem framleitt er af notanda (t.d. umsagnir og prófílmynd) sem þú býrð til og deilir í þjónustunni eða á hverjum þeim vettvangi sem tengist þjónustunni (t.d. samfélagsmiðlum) („Efni framleitt af notendum“). Þú berð líka ábyrgð á að tryggja að þú haldir öllum rétti (þar á meðal öll hugverkaréttindi) gagnvart því og að slíkt efni verði í samræmi við skilmála þessa samnings og samfélagsstefnu Stjörnuspeki. Þú mátt ekki deila neinu efni sem framleitt er af notendum sem er, eða er í hættu á að vera, ólöglegt, móðgandi, niðurlægjandi, ruddalegt, ærumeiðandi, felur í sér mismunun, brot á friðhelgi einkalífs eða brýtur í bága við réttindi þriðja aðila. Þú viðurkennir og samþykkir að Stjörnuspeki á rétt á að fylgjast með, endurskoða, fjarlægja eða slökkva á aðgangi að hvaða efni sem framleitt er af notendum sem er, hvenær sem er og að eigin geðþótta Stjörnuspeki. Við biðjum þig um að viðhalda virðingu og gildum þjónustu og samskiptaleiða okkar eins og mögulegt er.

11.6.

Þú átt engan rétt á því að framselja réttindi þín og skyldur samkvæmt samningnum, nema þú hafir skriflega heimild frá Stjörnuspeki til þess.

11.7.

Þú mátt ekki nota þjónustuna á nokkurn hátt sem veldur, eða er líklegur til að valda því, að þjónustan verði fyrir truflun, skemmdum eða skerðingum einhvern hátt, né er þér heimilt að nota þjónustuna eða tækið þitt í ólöglegum eða sviksamlegum tilgangi.

12. Afhending þjónustu

12.1.

Þjónustan er gerð aðgengileg fyrir þig samkvæmt samningi SELF Invest ehf með kennitöluna 520722-1300 og með heimilisfang Kópavogsbarði 7, 200 Kópavogi.

13. Samskiptaupplýsingar

13.1.

Þú getur haft samband við okkur með neðangreindum leiðum:

  • Netfang: hjalp@stjornuspeki.is 
  • Heimilisfang: Kópavogsbarð 7, 200 Kópavogur

14. Gildandi lög og úrlausn ágreiningsmála

14.1.

Samningurinn fellur undir og er túlkaður í samræmi við íslensk lög.

14.2.

Ef þjónustunan veldur þér óánægju, efnið sem er aðgengilegt í henni eða samninginn, er eina úrræðið þitt að hætta notkun á þjónustunni. Stjörnuspeki ber enga ábyrgð á hvers kyns óbeinu tjóni og þú samþykkir að öll ábyrgð Stjörnuspeki takmarkist við þá upphæð sem þú hefur greitt til Stjörnuspeki á 6 mánuðum fyrir kröfu þína. Stjörnuspeki ber ekki ábyrgð á truflunum á netaðgangi þínum.

14.3.

Ef upp kemur ágreiningur milli þín og Stjörnuspeki sem aðilunum tekst ekki að leysa, má vísa deilunni til stjórnar Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík, Íslandi, www.kvth.is. Að öðrum kosti skal vísa ágreiningi til almennra dómstóla á Íslandi.

14.4.

Að auki býður framkvæmdastjórn ESB upp á vefsíðu til að leysa deilumál á netinu, tileinkað því að aðstoða neytendur og kaupmenn við að leysa deilur sínar utan dómstóla, en hana er að finna á http://ec.europa.eu/consumers/odr/.

Síðast yfirfarið 18. Ágúst 2023

SELF Invest ehf.