Námskeið í stjörnuspeki
Nám sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
Heimanám – staðarnám – verkefnavinna
Markmiðið er að nemendur öðlist grunnskilning á undirstöðu stjörnuspeki og í kjölfarið aukna sjálfsþekkingu og almenna mannþekkingu, öðlist betri skilning á ættingjum, vinum, samstarfsmönnum og samferðafólki almennt.
Áætlaður námstími:
- Staðarnám: 18 klst.
- Heimanám / Verkefnavinna: Valfrjálst
Nemendum er frjálst að vinna á eigin hraða. Kjarni málsins er að námsgögn gera
þátttakendum kleift að læra og vinna verkefni, hvenær og hvar sem er.
Mobile Astrologer (ársáskrift) gerir nemendum kleift að gera kort fyrir alla sem vekja áhuga, ættingja, vini og samferðamenn.
Bókanir eða spurningar?
Ef frekari upplýsinga er óskað má hafa samband með því að senda tölvupóst:
Hvenær?
Staðarnám: 3. maí til 24. maí 2025, fjóra laugardaga kl. 11:30 – 16.
Hvar?
Bókasafn Kópavogs, Huldustofa, Hamraborg 6a, 3. hæð.
Námsefni
- Áfangi: Kenningar, yfirlit, stafróf, tákn, stjörnumerki.
- Áfangi : Plánetur – orkusvið og hlutverkaheimar.
- Áfangi. Hús og afstöður. – Hvar í mannlífinu orka okkar blómstrar.
- Áfangi. Að lesa úr kortum. Að vinna með orku, breyta neikvæðum spíral í jákvæðan, veikleikum í hæfileika og styrk.
Innifalið:
- Mobile Astrologer – Ársáskrift: forrit/app til að gera kort
- Handbók stjörnuspekingsins
- 4 kennslu- og vinnubækur
Leiðbeinendur:
- Gunnlaugur Guðmundsson, atvinnumaður í stjörnuspeki síðan 1981.
- Hera Gísladóttir heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur.
Verð 65.000 kr.-
Námskeið og kennslugögn innifalin.
(Hægt að skipta greiðslu í tvennt eða þrennt.)
Að lifa í jafnvægi við heiminn
Stjörnuspeki og læknisfræði voru eitt og sama fagið fram á 17. öld, í hart nær tvö þúsund ár.
Markmið læknisfræðilegrar stjörnuspeki var og er að viðhalda jafnvægi milli einstaklings og heims, manns og náttúru. Í augum stjörnuspeki er sjúkdómsástand m.a. vísbending um að jafnvægi
hafi tapast.
Heilun er fólgin í því að koma á jafnvægi milli manns
og heims. Stjörnuspeki og stjörnukort hvers og eins
vísar veginn.

Aðferðafræði heilbrigðis
- S = Skilningur felur í sér að skilja að við erum samsett úr flóknum og stundum mótsagnakenndum þörfum. Skilja og læra að þekkja þarfir okkar, stjörnumerki, plánetur, hús og afstöður í eigin korti.
- S = Sátt felur í sér að sættast við allar þarfir okkar, viðurkenna þær, gangast við þeim. Sátt kemur í veg fyrir skömm, innri baráttu, togstreitu og orkusóun.
- NÚ = Nærandi útrás felur það í sér að fá heilbrigða útrás fyrir alla eiginleika
okkar og þarfir – stjörnumerki og orkusvið – í gegnum viðeigandi og nærandi
athafnir.
Skilningur, sátt og nærandi útrás umbreytir veikleikum í styrk.
Lífvera staðsett í réttum jarðvegi blómstrar!
Námstilhögun
1. áfangi:
Undirbúningur. Áður en fyrsti staðartími hefst er nemendum afhent handbók 1. Efni sem nemendur geta lesið yfir áður en námið hefst.
Hér til hægri er sýnishorn úr fyrstu handbók – kenningar, tákn, forritunarlögmál
náttúrunnar, frumefnin eldur, jörð, loft og vatn, saga árstíðahringsins.

Stjörnumerkin – saga árstíðahringsins
Hér til vinstri er sýnishorn úr fyrsta hefti handbókar stjörnuspekingsins.

Verkefni – Heimavinna
Hér til hægri er sýnishorn fyrstu verkefna.

2. áfangi:
Í lok fyrsta tíma er nemendum afhent kennslubók tvö, sem fjallar um plánetur, orkusvið og hlutaverkaheima. Efni sem nemendur geta lesið yfir áður en næsti tími hefst.
Hér fyrir neðan er sýnishorn úr handbók tvö – Plánetur – orkusvið og hlutverkaheimar.

Verkefni – Heimavinna
Hér fyrir neðan er sýnishorn verkefna í öðrum áfanga.

3. áfangi:
Í lok annars tíma er nemendum afhent handbók þrjú. Efni sem nemendur
geta lesið yfir áður en þriðji tími hefst.
Hér til hægri er sýnishorn úr þriðju handbók.

Stjörnukort – innsýn í orkukerfi mannsins
Hér fyrir neðan er sýnishorn úr þriðja hefti handbókar stjörnuspekingsins.

Verkefni – Heimavinna
Hér fyrir neðan er sýnishorn verkefna 3. áfanga.

4. áfangi:
Í lok þriðja tíma er nemendum afhent handbók númer fjögur. Efni sem
nemendur geta lesið yfir áður en fjórði tími hefst.
Hér til hægri er sýnishorn úr fjórðu handbók – Að lesa úr stjörnukortum – sjálfsþekking, mannþekking

Veikleiki er hæfileiki á rangri hillu í lífinu
Sýnishorn

Heilbrigði er virkni, jafnvægi, ábyrgð
Sýnishorn

UPPLÝSINGAR
Greinar & upplýsingar